|
Loks er kominn vetur og það allsvakalegur. Snjóar og snjóar og blæs. Mælirinn í Kópavogi sýndi 7 stiga frost!!! Ég verð að telja það mikið miðað við að varla hefur hann farið niður fyrir frostmark. Ég fór á sýningaropnun með ömmu og pabba. Jeeei. Partýið í gær heppnaðist vel. Ég vil þakka öllum fyrir mig, þetta var æði!!! Síðustu gestirnir fóru um eitt í dag. Þeir sem ekki gistu voru farnir um fjögur í nótt. Ég er að spá í að fara á Kaffi Mokka í kvöld um níu í von um að hitta þar Kvennófrænkuna og Ernuna. Hverjum sem er er velkomið að slást í hópinn. ; )
skrifað af Runa Vala
kl: 19:32
|
|
|